,,Happadrættisvinningurinn"

Nú fer að styttast í það að Leiklistarráð úthluti verkefnisstyrkum fyrir 2008.  Listasjóður hefur sent út sína niðurstöðu og hafa margir orðið fyrir vonbrigðum en aðrir glaðst eins og gengur.  Stefnt er að því að úthluta í lok vikunnar en Leiklistarráð hafði til úthlutunar um 60 milljónir.  Það er því óhætt að fullyrða að margar andvökunætur eru framundan hjá forráðamönnum margra atvinnuleikhópa sem byggja alla sýna starfsemi á að fá úthlutað úr þessum sjóð.  Þar sem nýtt Leiklistarráð tók til starfa núna í haust er ekki ljóst hvað verður lögð höfuð áhersla á í styrkveitingum þetta árið en undanfarin ár hefur það verið íslensk verk, nýsköpun og tilraunastarfsemi.  Þá er bara að anda djúpt og muna svo að anda frá sér líka....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband