Tímamótasamningur

Tímamótasamningur var í gær undirritaður á milli íslensku atvinnuleikhúsanna og Morgunblaðsins. Markmið samningsins er að neytendur geti á einum stað nálgast allar upplýsingar um framboð leikhúsanna, sýningardaga, sýningartíma, dagskrá og miðasölu. Framvegis verða þessar upplýsingar birtar í Morgunblaðinu á hverjum degi og á vefnum mbl.is. Á vefnum hefur einnig verið bætt við fjölmörgum möguleikum fyrir leikhúsin til að kynna starfsemi sína.

Hugmyndin með samstarfinu er að neytendur geti nýtt sér þjónustu Morgunblaðsins og mbl.is til að velja úr þeim fjölmörgu söng-, óperu-, dans- og leiksýningum sem í boði eru á ári hverju. Að samningnum standa Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Íslenski dansflokkurinn, Íslenska óperan, Landnámssetrið og Sjálfstæðu leikhúsin sem alls eru 57 sjálfstæðir leikhópar.

Mikið af leiksýningum SL hafa verið í felum fram að þessu, til dæmis barna og unglingasýningar.  Hér hefur skapast tækifæri til að veita áhorfendum grunnupplýsingar um alla starfsemi aðildarfélaga SL án mikils kostnaðar.  Með þessu samstarfi opnast möguleiki fyrir alla til að vera sjáanlegir, einnig litlu leikhúsin. Það er von SL að sem flestir nýti sér þetta tækifæri og sjáanleiki aðildarfélaga okkar verði meiri.

Slóðin á leikhúsvef mbl.is er http://www.mbl.is/mm/folk/leikh/.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband